Saturday, July 23, 2011

Fyrsta blogg

hæhæjj =)
Ég heiti Rósa Guðný og er 17ára fimleikastjarna í Menntaskólanum í Reykjavík sem er að láta drauma sína rætast og fara sem skiptinemi. Suður-Ameríka varð fyrir valinu útaf spænskunni en Brasilía afþví það er stórt land og þar er Amazon skógurinn. Heh., já ég veit að þar er töluð portúgalska en það verður bara að hafa það...
Skiptinám var engin skyndiákvörðun og margir þættir spiluðu inn í. En ef mann langar að fara að hluta til en er ekki viss þá er betra að fara en að sjá eftir því seinna.
Ég mun blogga þegar ég man eftir því og þá krefst ég þess að fá komment á þau ;p
Bestu kveðjur Rósa
p.s. Það búa næstum 200 milljónir í Brasilíu og höfuðborgin heitir Brasilía, þó eru Rio de Janero og Sao Paulo stærri.